Lóa Dís Másdóttir til Keflavíkur
Lóa Dís Másdóttir skrifaði í dag undir samning við Keflavík og mun leika með liðinu á næsta tímabili. Lóa er 16 ára bavörður, 179 cm. á hæð, ættuð úr Keflavík en hefur búið á Hvamstanga og hóf ferilinn með Kormáki.
Lóa á að baki 13. landsleiki með U-16 ára landsliðinu en hún lék með Breiðablik á síðasta tímabili og lék með þeim 13 leiki. Til gamans má geta að faðir hennar er Már Hermannsson frjálsíþróttamaður úr Keflavík. Már er einn besti frjálsíþróttamaður sem Keflavík hefur átt.
Það er nokkuð ljóst að Keflavíkurliðið ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili þvi allir leikmenn liðsins spila áfram með liðinu og í hópinn hafa bæst ásamt Lóu, Pálína Gunnlaugsdóttir frá Haukum.