Fréttir

Lokabardaginn hafinn
Karfa: Karlar | 14. júní 2021

Lokabardaginn hafinn

Lokabardaginn hafinn – ákall til allra Sannra Keflvíkinga!

Nú er lokabardaginn um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos deild karla körfunni kominn af stað. Árangur meistaraflokkanna okkur hefur verið afar góður í vetur. Gríðarleg vinna og mikill metnaður hefur verið lagður í starfið þar sem byggt hefur verið á þeim grunni sem lagður var síðasta keppnistímabil.

Meistaraflokkur karla tryggði sér deildarmeistaratitilinn í ár og er að hefja leik í úrslitum Dominos deildar og stefnan er að sjálfsögðu tekin á sigur. Liðið er feykilega vel mannað af reynslumiklum sem og yngri leikmönnum í bland.

Stúlkurnar í meistaraflokki tryggðu sig inn í úrslitakeppnina en féllu út í fjögurra liða úrslitum á móti gríðarlega vel mönnuðu liði Hauka. Í vetur var tekin sú ákvörðun að byggja upp til framtíðar og spila á mjög ungu og efnilegu liði. Sú vinna mun án efa skila sér á næstu keppnistímabilum.

Til að styrkja stoðirnar fyrir lokaátökin, þar sem við ætlum okkur stóra hluti, þá leitum við enn og aftur til okkar frábæru stuðningsmanna. Stofnuð hefur verið VALgreiðsla í heimabanka íbúa Keflavíkur að upphæð kr. 2.500,- í þeirri von að sem flestir Keflvíkingar sjái sér fært um að leggja okkur lið.

Eins og áður segir þá er um valgreiðslu að ræða en það er von okkar að þið kæru Keflvíkingar takið þessari beiðni okkar með opnum huga. 

Ef þú fékkst ekki valgreiðslu í þinn heimabanka eða býrð ekki í Keflavík en vilt leggja þitt af mörkum þá máttu gjarnan senda tölvupóst á gulla@keflavik.is og við bætum þér við.

Áfram Keflavík!

Stjórn KKDK