Lokahelgi Íslandsmóts yngri flokka 2010 er handan við hornið
Öll ár hafa sinn endapunkt......... og hjá yngri flokkum Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er komið að síðasta fjölliðamóti vetrarins árið 2010 um n.k helgi. Fjórir flokkar félagsins eiga eftir leiki í 2. umferð Íslandsmótsins og þeir verða allir klárir þegar flautað verður til leiks í býtið á laugardagsmorgni.
Meistaraflokkar félagsins þurfa einnig að taka sitt hvorn bardagann um helgina og unglingaflokkar félagsins verða einnig á ferðinni. En hjá Keflvíkingum sem öðrum landsmönnum fer senn að líða að jólum og fljótlega eftir helgi dettur allt í próflestur og jólaundirbúning með tilfallandi slaka frá körfuboltaiðkun.
Dagskrá helgarinnar:
10. flokkur drengja leikur í B-riðli í Ásgarði (Garðabæ). Í 1. umferð áttu drengirnir nokkuð gott mót, unnu tvo, töpuðu tveimur og sýndu á köflum að þeir væru til alls líklegir þegar þeir fá smá blóðbragð í munninn. Þessi umferð mun skera úr um það hvort þeir ætli sér að setja markið hærra og taka t.d. þrjá leiki í þessari lotu eða hvort þeir séu saddir eftir síðustu umferð og láti sér nægja núverandi stöðu. Þeir eru í framför þessir piltar og það er einfaldlega undir þeim sjálfum komið hvað þeir ná langt í sínum riðli um helgina.
9. flokkur stúlkna lék í 1. umferð á Sauðárkróki og unnu það mót með fáheyrðum yfirburðum. Þrátt fyrir mikla leikreynslu þessa flokks var þetta fyrsta alvöru fjölliðamótið á landsbyggðinni hjá stúlkunum enda léku þær við hvern sinn fingur og minntu á nýsloppnar kvígur úr fjósi þegar komið var inn á leikvöllinn, slík var hamingjan með að mótið væri hafið. Eins og 1. umferð spilaðist er ólíklegt að stelpurnar tapi leik í bráð en hvort yfirburðir þeirra í riðlinum voru sannir, skýrist frekar um helgina þegar riðillinn hefst í Grindavík.
Minnibolti 11. ára stúlkna fór sömuleiðis á kostum í sínu fyrsta alvöru Íslandsmóti í A-riðli 1. umferðar og unnu stóra sigra á öllum sínum andstæðingum. Þessar stelpur eru ennþá það öflugar að þær standast drengunum í sama aldursflokki enn snúning, og jafnvel yfirsnúning þegar sá gállinn er á þeim. Líklegt er að stúlkurnar haldi áfram á sömu braut og vonandi hafa mótherjar liðsins einnig fengið hvatningu til að ná lengra um helgina. Mótið mun fara fram í Rimaskóla í Grafarvogi
7. flokkur drengja er eitt risastórt ? merki fyrir helgina. Þarna eru mun fleiri drengir að æfa en komast á skýrslu í hverjum leik (12/16) og margir hæfileikapiltar um hitunina. Þrátt fyrir þrjá ósigra í 1. umferð eru peyjarnir enn í A-riðli og ætla sér vonandi hvergi annars staðar að vera. Þeir voru hársbreidd frá því að vinna tvo leiki í þeirri umferð og hver veit hvað þeir kunna til bragðs að taka þessa helgi. Öllum slíkum spurningum munu peyjarnir sjálfir svara um helgina þegar þeir leika á heimavelli í Toyota höllinni þar sem allir Keflvíkingar og nærsveitarmenn eru velkomnir í kaffi&körfu um helgina Hvar annars staðar ættu ævintýrin að gerst ?
Dagskrá 7. flokks drengja um helgina er eftirfarandi:
Laugardagurinn 27. nóv.
Kl. 11.00 Njarðvík - Grindavík
Kl. 12.00 KR - Keflavík
Kl. 13.00 Stjarnan - Grindavík
Kl. 14.00 Njarðvík - Keflavík
Kl. 15.00 KR - Stjarnan
ATH. EKKI GLEYMA IE-DEILD KVENNA, LAUGARDAG KL.17.00 þegar núverandi Íslandsmeistarar KR leika gegn KEFLAVÍK Í TOYOTA HÖLLINNI
SAMA LAUGARDAG leikur UNGLINGAFLOKKUR KARLA á útivelli gegn Hamar/Þór Þ. í "heita pottinum" í Hveragerði kl. 18.00
Sunnudagurinn 28. nóv.
Kl. 09.00 Keflavík - Grindavík
Kl. 10.00 Njarðvík -Stjarnan
Kl. 11.00 KR - Grindavík
Kl. 12.00 Stjarnan - Keflavík
Kl. 13.00 KR - Njarðvík
Lið Grindvíkinga vann B-riðil 7. flokksí 1. umferð og eru nýliðar í A-riðli
ATH. EKKI GLEYMA IE-DEILD KARLA, SUNNUDAG KL.19.15 ÞEGAR VESTFIRÐIRNIR OG KFÍ VERÐA SÓTTIR HEIM. Sjá "live stat" á kki.is.
3. umferð Íslandsmóts yngri flokka hefst síðan 22.-23. janúar á því herrans ári 2011.
Áfram KEF...........ALLTAF