Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 7. júní 2006

Lokahóf barna og unglingaráðs

Hið árlega lokahóf körfunnar var haldið fimmtudaginn 1. júní í íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut.  Iðkendur fjölmenntu ásamt fjölskyldum og vinum.  Allir iðkendur 12 ára og yngri fengu afhent viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku í vetrarstarfinu.  Þjálfarar völdu úr sínum flokkum þá efnilegusu, mikilvægustu og bestu og urðu þessir einstaklingar fyrir valinu:

Flokkur Mikilvægasti leikmaðurinn Mestu framfarir Besti leikmaðurinn
Mb. stúlkna Lovísa Falsdóttir Jenný María Unnarsdóttir Aníta Eva Viðarsdóttir
Mb. drengja Unnar Már Unnarsson Davíð Birgisson Atli Freyr Ásbjörnsson
7. fl. stúlkna María Ben Jónsdóttir Árný Sif Gestsdóttir Telma Lind Ásgeirsdóttir
7. fl. drengja Andri Daníelsson Sævar Freyr Eyjólfsson Andri Þór Skúlason
8. fl. stúlkna Aníta Ósk Georgsdóttir Sólveig Gígja Guðmundsdóttir Jóna Guðleif Ragnarsdóttir
8. fl. drengja Atli Dagur Stefánsson Gísli Steinar Sverrisson Árni Ásgeirsson
9. fl. stúlkna Ástrós Skúladóttir Eva Mjöll Arnardóttir Stefanía Bergmann
9. fl. drengja Þorbergur Geirsson Lárus Skúlason Arnar Guðjón Skúlason
10. fl. stúlkna Katla Hlöðversdóttir María Skagfjörð Hildur Pálsdóttir
10. fl. drengja Almar Stefán Guðbrandsson Guðmundur Gunnarsson Sigfús Árnason
11.fl. drengja Þröstur Leó Jóhannsson Aron Davíð Jóhannsson Magni Ómarsson
Drengjaflokkur Elvar Þór Sigurjónsson Páll Halldór Kristinnsson Þröstur Leó Jóhannsson
Unglingaflokkur kvenna Margrét Kara Sturludóttir Hrönn Þorgrímsdóttir María Ben Erlingsdóttir
Unglingaflokkur drengja Helgi Arason Adam Hart Fjelsted Jón Gauti Jónsson

Nemendur úr Myllubakkaskóla og Heiðarskóla sýndu valin atriði úr söngleikjum vetrarins og var þeim vel fagnað af krökkunum.  Í lokin var öllum boðið í pizzuveislu frá Langbest.  Landsliðskrakkar úr Keflavík voru sérstaklega kallaðir fram og ekki amarlegt að eiga einstaklinga sem gerðu sér lítið fyrir og unnu Norðulandameistaratitilinn en Keflavík getur státað af tveimum leikmönnum í 18. ára landsliði Íslands en það eru þeir Þröstur Leó Jóhannsson og Páll Halldór Kristinsson en Keflavík átti einnig nokkrar stúlkur í 18 ára landsliðinu sem lenti í öðru sæti á sama móti en það eru þær María Ben Erlingsdóttir, Kara Sturludóttir, Ingibjörg Vilbergsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Guðmundur Auðun lék með 16 ára landsliðinu sem endaði í þriðja sæti.

Unglingaráð vill þakka öllum foreldrum og velunnurum fyrir góðan vetur og í leiðinni hvetja alla iðkendur til að nota sumarið vel og æfa. Gleðilegt sumar.


Verðlaunahafar


Unglingalandsliðskrakkarnir okkar:  Þröstur Leó, Páll Halldór, Ingibjörg Elva, Bryndís, María Ben og Margrét Kara. Á myndina vantar Guðmund Auðun úr 10.flokki.



Strákarnir í drengjaflokki smökkuðu aðeins á Pizzunni.


Stelpur úr minniboltanum með verðlaunaskjölin sín.


Nokkrir strákar úr minniboltanum með Kristni þjálfara sínum.