Fréttir

Körfubolti | 11. maí 2007

Lokahóf barna og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar

Barna og unglingaráð körfuknattleiksdeildar keflavíkur heldur sitt árlega lokahóf miðvikudaginn 16. maí í húsnæði Íþróttaakademíunnar.  Hófið hefst klukkan 17:00 með verðlaunaafhendingu en valdir eru bestu leikmenn, mikilvægustu leikmenn og mestu framfarir hjá öllum flokkum sem taka þátt í Íslandsmóti.  Allir iðkendur í 1. – 4. bekk fá verðlaunaskjöl.  Allir sem hafa verið að æfa í vetur sem og foreldrar eru velkomnir á hófið en því líkur með grilluðum pylsum og gosi.

Kveðja,
Barna og unglingaráð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur