Lokahóf Keflavíkur líklega haldið á föstudaginn
Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur verður haldið næstunni og er undirbúningur í fullum gangi. Það er ljóst að stemmingin verður rosaleg enda stemmingin í kringum liðið frábær. Mikið verður lagt upp úr hófinu enda erum við tvöfaldir meistarar og spennandi að fylgjast með hverjir verða í liði ársins. Líkleg timasetning er föstudagurinn 2. maí en við munum staðfesta það fljótlega. Stelpurnar og strákarnir verða með skemmtiatriði og stjórnin tekur lagið. Óli mætir í happavestinu og styrkaraðilar verða áberandi.
Þessir tveir verða á hófinu.