Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 25. apríl 2011

Lokahóf KKD Keflavíkur 2011 yfirstaðið

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var haldið á miðvikudaginn síðastliðin og heppnaðist ákaflega vel. Boðið var upp  á dýrindis máltíð í boði Soho Veitinga sem rann vel niður í gesti kvöldsins.

Unglingaráð sendi sinn fulltrúa upp á svið með skemmtiatriði kvöldsins, en það kom í hlut Krissa löggu þetta kvöldið. Hann reytti af sér brandarana með góðum undirtektum frá salnum og tók svo nokkur lög á gítarinn þar sem allir tóku vel undir.

Þar næst var Meistaraflokkur karla með sitt atriði, en þeir tóku upp stutt atriði sem var í anda kvikmyndarinnar The Hangover. Leikararnir fóru á kostum og komu víða við í Keflavíkinni. Þeir enduðu svo atriðið með að koma allir hlaupandi inn í salinn þar sem gestir tóku vel á móti þeim.

Happdrætti og verðlaunaafhending var næst á dagskrá. Vinningarnir flugu út, enda myndarlegur fjöldi vinninga í boði.

Eftirfarandi leikmenn hlutu verðlaun fyrir tímabilið 2010-2011:

Kvennalið Keflavíkur:
Mestu framfarir: Ingibjörg Jakobsdóttir
Besti varnarmaðurinn: Pálína Gunnlaugsdóttir
Besti leikmaðurinn: Pálína Gunnlaugsdóttir

Karlalið Keflavíkur:
Mestu framfarir: Kristján Tómasson
Besti varnarmaðurinn: Hörður Axel Vilhjálmsson
Besti leikmaðurinn: Sigurður Gunnar Þorsteinsson

Dugnaðarforkur Keflavíkur 2010-2011:
Birna Valgarðsdóttir

Úrvalslið Keflavíkur 2010-2011:
Bryndís Guðmundsdóttir
Birna Valgarðsdóttir
Pálína Gunnlaugsdóttir
Hörður Axel Vilhjálmsson
Sigurður Gunnar Þorsteinsson

Þess ber að geta að Sigurður Gunnar Þorsteinsson gat ekki mætt á lokahófið og því tók Pétur Guðmundsson við verðlaununum fyrir hans hönd. 

Stjórn vill þakka öllum sem mættu á lokahófið og þakkar liðna leiktíð. Vonandi verður sú næsta ennþá skemmtilegri.

Áfram Keflavík!

 


Úrvalslið Keflavíkur 2010-2011