Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 13. maí 2010

Lokahóf KKDK 2010 yfirstaðið

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fór fram í gærkvöldi og heppnaðist kvöldið einstaklega vel. Mæting var góð og fór allt saman mjög vel fram. Kynnir kvöldsins var Sævar Sævarsson, en hann reytti af sér brandarana eins og atvinnumaður á köflum. Einnig afhenti hann sín árlegu "Sjabbz Awards" við góðar undirtektir úr salnum. Þórdís Nadia var með uppistand sem fékk mikið klapp, en Arnar Pálsson mætti einnig og sagði nokkra vel valda brandara. Verðlaunaafhending tók við eftir uppistandið og má sjá niðurstöður hér fyrir neðan. Gylfi Ægisson mætti svo undir lokin og tók flott lög fyrir fólkið í salnum, en margir skelltu sér á dansgólfið með misgóðum árangri.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur þakka öllum þeim sem komið hafa nálægt deildinni í vetur. Hvort sem það er með vinnu, áhorfi, spilamennsku eða öðru. Nú tekur við sumarfrí og mætir liðið sterkt til leiks á næsta tímabili.

Eftirfarandi verðlaun voru veitt í gærkvöldi:

Mestu framfarir karla: Hörður Axel Vilhjálmsson
Besti varnarmaður karla: Hörður Axel Vilhjálmsson
Besti leikmaður karla: Hörður Axel Vilhjálmsson

Mestu framfarir kvenna: Eva Rós Guðmundsdóttir
Besti varnarmaður kvenna: Bryndís Guðmundsdóttir
Besti leikmaður kvenna: Birna Valgarðsdóttir

Úrvalslið Keflavíkur 2009-2010:

Gunnar Einarsson
Sigurður Þorsteinsson
Hörður Axel Vilhjálmsson
Birna Valgarðsdóttir
Bryndís Guðmundsdóttir