Lokahóf kkdk haldið á H-Punktinum á sunnudaginn
Lokahóf körfuknattleiksdeildar Keflavíkur verður haldið sunnudaginn 30 apríl ( 1. maí daginn eftir). Hátíðin fer fram á H-punktinum í Keflavík og byrjar um 20.00.
Veislustjóri kvölsins er Hrannar Hólm og ýmislegt verður í boði s.s happdrætti og ýmist sprell. Léttir grillréttir ásamt meðlæti verða á boðstólnum og tilboð verður á barnum. Einnig verður besti leikmaður, mestu framfarir og lið ársins valið. Besti leikmaður í fyrra í karlaflokki var valinn Magnús Þór Gunnarsson og Birna Valgarðsdóttir í kvennaflokki.
Stuðningsmenn og konur fjölmennum og eigum skemmtilega kvöldstund saman. Áfram Keflavík
Myndir frá lokahófinu í fyrra.
Mynd frá lokahófinu í fyrra.
Nokkrir góðir gestir að ræða málinn