Lokahóf körfunar haldið 22. apríl
Lokahóf Keflavíkur (meistaraflokkar)
Lokahóf Keflavíkur verður haldið þann 22. apríl næstkomandi í KK salnum, húsið opnar klukkan 19:00 og lokar seinna.
Ýmislegt verður gert til skemmtunar og mun koma í ljós síðar.
Heiðursgestir á hófið verða Íslandsmeistara kvenna frá 1988, allir formenn deildarinnar frá upphafi og Íslandsmeistarar karla frá 1989.
Einstaklingsverðlaun fyrir veturinn verða veitt og hið skemmtilega lið ársins opinberað.
Leikmenn meistaraflokkanna í vetur nálgast miða hjá stjórn og síðar verður tilkynnt hvernig stuðningsmenn og aðrir geta nálgast miða.