Fréttir

Lokahóf og verðlaunahátíð KKÍ
Karfa: Hitt og Þetta | 30. júní 2021

Lokahóf og verðlaunahátíð KKÍ

Lokahóf KKÍ fór fram í vikunni, þar voru veitt verðlaun fyrir efstu tvær deildir karla og kvenna. Keflavík átti þar nokkra fulltrúa og óskum við þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Daniela Warren var valin besti erlendi leikmaður ársins í Domino´s deild kvenna.

Dean Wiliams var valinn besti erlendi leikmaður ársins í Domino´s deild karla.

Hörður Axel Vilhjálmsson var valinn í lið ársins, varnarmaður ársins sem og leikmaður ársins í Domino´s deild karla.

Að lokum var í fyrsta skiptið veitt verðlaun fyrir sjálfboðaliða ársins sem er viðurkenning fyrir óeigingjarnt starf. Það var hún Gulla okkar Olsen sem fékk þess verðalaun er að okkar mati enginn sem átti þau eins skilið og Gulla. 

 

Myndasafn