Fréttir

Lokaumferð fjölliðamótanna hefst um helgina
Karfa: Yngri flokkar | 9. mars 2012

Lokaumferð fjölliðamótanna hefst um helgina

4. og síðasta umferð fjölliðamóta yngri flokka á Íslandsmótinu, hefst um helgina og fara mótin í A-riðli fram á heimavelli þess félags sem hefur bestan árangur í fyrstu þremur umferðunum. Fyrstu Íslandsmeistarar keppnistímabilsins verða jafnframt krýndir um helgina því það lið sem verður efst í 4. umferð 8. flokks drengja og stúlkna, verður Íslandsmeistari.

Keflavík hefur unnið sér inn heimavallarréttinn í öllum stúlknaflokkum félagsins sem er frábær árangur og mun 8. flokkur stúlkna leika í Toyotahöllinni og Stúlknaflokkur í Heiðarskóla.  

Unglingaflokkur karla stendur einnig í ströngu en þeir piltar leika gegn Njarðvík í kvöld í Ljónagryfjunni kl. 19.15. Þetta er leikur sem var frestað á sínum tíma. Næsta morgun eiga þeir síðan að vera mættir aftur til leiks í Seljaskóla kl. 11.30 þar sem ÍRingar bíða spenntir. Glæsilegur leiktími þetta !

Dagskrá fjölliðamóta helgarinnar, 3. umferð:

8. flokkur stúlkna A og B-lið leika í Toyotahöllinni í A-riðli. Mótið hefst í dag, föstudag og lýkur á morgun laugardag með innbyrðis viðureign Keflavíkurliðanna kl. 14.00.  Leikjadagskrá helgarinnar

Stúlknaflokkur leikur í Heiðarskóla í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar

8. flokkur drengja leikur í Vesturbænum í A-riðli. Mótið hefst í dag, föstudag og eru heimamenn í KR taplausir í vetur á meðan okkar drengir eru með næst besta vinningshlutfallið í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar

11. flokkur drengja leggur í langferð og heimsækir Krókinn í lokaumferð B-riðils. Leikjadagskrá helgarinnar