Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 5. mars 2009

Loks sigur í jöfnum leik

Í kvöld heimsótti drengjaflokkur (f.'90 og '91) Hamarsmenn heim og skipti leikurinn töluverðu máli þar sem liðin voru í 3. og 4. sæti A-riðils. Liðin skiptust á að leiða fyrsta hlutann og náðu Hamarsmenn mest 7 stiga forystu sem við náðum að minnka í 1 stig eða 18-17 í lok fyrsta leikhluta. Við breyttum svo stöðunni 24-18 í 24-31 í byrjun annars leikhluta. Hamarsdrengir minnkuðu þann mun fyrir leikhlé, en þá stóð 35-39. Keflavíkurdrengir byrjuðu seinni hálfleik á að komast í 35-47 og héldum þessu forskoti nánast út lotuna nema að síðustu tvær mínútur þriðja leikhluta áttu Hamarsmenn ógrynni sóknarfrákasta og skoruðu úr aukatækifærunum og minnkuðu forskot okkar í eitt stig fyrir lok þriðja hluta 59-60. Fjórði leikhlutinn var síðan jafn á flestum tölum þar til í lok hlutans að Hamarsmenn breyta stöðunni 64-66 í 73-66 og rétt um tvær mínútur eftir. Leit þetta ekki vel út fyrir okkur, en drengirnir bitu á jaxlinn og skoruðu síðustu 8 stigin í leiknum þar sem Gummi átti gott "drive" sem ekki datt, en Alfreð reif frákastið og var brotið á honum í skotinu. Setti hann annað vítið niður og staðan orðin 73-74 og 8 sekúndur eftir. Hamarsmenn tóku tíma,  keyrðu síðan á körfuna, en tóku erfitt skot sem ekki féll og Almar tók frákastiið við hringinn og leiktíminn rann út.
Eins stig sigur í spennuleik. Liðin skipta um sæti í riðlinum þar sem þau verða nú jöfn að stigum en Keflavík unnið báða leikina við Hamar í vetur.

Stigaskor okkar í kvöld:
Guðmundur Auðun 20 (4/4), Sigurður Guðmundsson 1 (1/1), Andri Daíelsson 1 (1/2), Sævar Eyjólfsson 5 (1/2), Andri þór 5 (1/2), Alfreð Elíason 23 (7/12) og Almar Stefán 17 (3/5)
Kristjáni Smárasyni tókst ekki að skora, en Gísli Steinar, Bjarni Reyr og Atli Dagur léku ekki í kvöld.

Stigahæstu þeirra Hamarsmanna var Oddur Ólafsson  með 26 stig og Ragnar nokkur Nathanelsson setti 8 stig í leiknum og er ótrúlegt að sjá framfarirnar hjá drengnum síðan í haust. þó stigin hafi ekki verið fleiri er hann að taka miklu meiri þátt í leiknum og gera töluvert gagn. Verður fróðlegt að fylgjast með þessum hæsta leikmann Íslands í framtíðinni. Drengurinn er fæddur 1991 og er einir 216 cm á hæð.

Nú á drengjaflokkur aðeins einn leik eftir við KR-b og er ekki víst hvenær hann verður leikinn á þessari stundu.

Úrslit A-riðils í drengjaflokki má sjá hér: http://www.kki.is/mot/mot_1500002948.htm