Fréttir

Karfa: Karlar | 10. desember 2007

Loksins, loksins heimaleikur á fimmtudaginn og myndir frá króknum komnar inn

Já loksins er komið að því!!  Heimaleikur í Sláturhúsinu í Keflavík.

Á fimmtudaginn kl. 19.15 mæta Skallagrímsmenn í Sláturhúsið í Keflavík en síðasti heimaleikur strákanna var fyrir tæpum mánuði siðan, gegn Hamar þann 18. nóvember.

Síðustu vikur hafa farið í ferðalög, útileikur gegn Tindastóll í deildinni og tveir útileikir í Lýsingarbikarnum, gegn ÍBV og Tindastól.

Skallgrímsmenn eru á góðum spretti, unnu Njarðvík í siðustu umferð 90-82 og Ármann og FSU í Lýsingarbikarnum. Síðasti tapleikur þeirra var gegn Grindavík 8. nóv. en síðan þá hafa þeir unnið Snæfell og Þór og því fimm sigurleikir í röð hjá þeim.

Með liðinu leika þrír öflugir útlendingar, þeir Milojica Zekovic ( 21 stig ) Darrell Flake ( 22 stig ) og Allan Fall ( 13.2 stig ). Saman hafa þessir þrír leikmenn skorað 56,5 af 83 stigum liðsins í vetur. Ekki má þó gleyma Hafþóri Gunnarssyni, Axeli Kárasyni eða Pétri Sigurðsyni sem hafa saman skorað 22.8 stig í vetur ( þeir 6 til samans 78.3 stig )

Keflavík er ósigrað í vetur, hafa unnið alla 11. leiki sína í deild og bikar.  Nú viljum við hvetja alla Keflavíkingar til að fjölmenna á leikinn á fimmtudaginn og sýna stuðning í verki. Þetta verður hörkuleikur og sá fyrsti í Keflavík í tæpan mánuð. 

Staðan í deildinni.

Láttu sjá þig á fimmtudaginn.  Áfram Keflavík

 

Jonni hefur verið heitur í vetur.  24. stig í síðasta leik gegn Tindastól.