Loksins sigur
Drengjaflokkur (f.'90-91) lék við Valsmenn hér í Toyotahöllinni í kvöld. Leikurinn var nokkuð jafn þó Keflavíkurdrengir hafi leitt leikinn frá upphafi til loka leiks. Drengirnir léku pressuvörn frá upphafi leiks og skipta það sköpum fyrir úrslit leiksins fremstu menn pressunar fóru hamförum í stigaskorinu og skoruðu 67 stig af þessum 89 stigum sem við skoruðum í kvöld. Keflavík vann fyrsta leikhlutann 25-15. Annar leikhlutinn fór 17 - 16 fyrir Keflavík og staðan því 42-31 í hálfleik. Eftir þrjá leikhluta stóðu leikar 68-56. Lokatölur urðu svo sem fyrr segir 89-80 fyrir Keflavík.
Stigaskor:
Hrói Ingólfsson 5, Almar Stefán 6, Sigurður Guðmundsson 4, Eðvald Ómarsson 2 Guðmundur Auðun 24, Bjarki Rúnarsson 3, Bjarni Reyr 2 og Alfreð Elíasson 43.
Gísli Steinar og Jakob Gunnar náðu ekki að skora í kvöld.
Vítanýtingin var 5/6 en aðeins Gummi og Alfreð tóku víti í leiknum.
Stigahæstur Valsmanna var Þorgrímur Björnsson með 39 stig.
Næsti leikur hjá drengjunum verður þann 17. feb. en þá heimsækja drengirnir Borgnesinga í bikarnum.
Áfram Keflavík