Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 23. janúar 2009

Loksins sigur í drengjaflokki

Leikmenn drengjaflokks (f.'90 og '91) léku enn einn leikinn í kvöld 22.jan. og það í bikarkeppninni við lið KR hér heima í Toyotahöllinni. Það sem af er nýja árinu hafa drengirnir leikið fjóra leiki en léku einungis sex leiki fyrir áramót. Það þarf að athuga leikjaniðurröðun vel á næsta keppnistímabili.

En að leiknum í kvöld.

Það birti heldur yfir okkar drengjum þegar Sigfús Árnason mætti 1 mínútu í leik og ákvað að bjóða fram krafta sína á ný. En hann hefur verið í hvíld þennan veturinn frá körfunni. Sigfús gallaði sig upp og lék einar 6 mínútur og veitti það okkar drengjum eilítið sjálfstrust að sjá Sigfús aftur á vellinum. Vonandi fáum við að njóta krafta hans í fleiri leikjum í vetur.

Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en var jafn í lok allra leikhlutanna. Eftir fyrsta leikhluta stóðu leikar 17- 20 fyrir KR þar sem KR hafði komist í 2 - 12. Í öðrum leikhluta náðu KR-ingar aftur 10 stiga forskoti eða 21 - 31 en Keflavikurdrengir tóku þá tíu stiga rispu og náðu að jafna leikinn og stóð jafnt í hálfleik 38 - 38.
Þriðji lekhluti byrjar á að Keflavík nær fimm stiga forskoti og náðu KR-drengir þá tíu stigum í röð og komast fimm stigum yfir 45 - 50. Drengirnir okkar náðu að minnka muninn fyrir síðasta leikhlutann, en þriðji leikhluti endaði 56 - 57. Lokaleikhlutinn var hnífjafn og stóðu leikar 70 - 70 þegar  tvær mínutur lifðu leiks og spennan þó nokkur, þegar ungu guttarnir Eðvald og Andri Þór, ásamt Almari sem átti góðan leik í kvöld, komu með sína rispu í leiknum og skoruðum við síðustu sjö stigin í leiknum og náðum að klára leikinn 79 - 72

Gaman var að sjá til drengjanna í kvöld en samhugur þeirra og ákveðni í að vinna nú loksins KR-drengina, sem við höfun nú nokkrum sinnum tapað fyrir áður, var til fyrirmyndar. Gjörbreyting var á liðinu frá þriðjudagsleiknum og ákváðu drengirnir sjálfir að vera meira hvetjandi og standa betur saman í baráttunni sem svo sannarlega sýndi sig í kvöld. Bekkurinn tók virkan þátt í leiknum þrátt fyrir að nokkrir leikmanna hafi ekki leikið neitt í kvöld

Stigaskor okkar drengja:
Almar 36 (+5 blokk og haug af fráköstum) Sigurður 3, Guðmundur 14 ( + helling af stoðsendingum) , Eðvald 7, Andir Þór 5 og Alfreð 14.
Bjarki, Sigfús, Andir Dan. náðu ekki að skora í kvöld, en Gísli St., Kristján og Hafliði léku ekki í kvöld.

Vítanýtingin var slök sem fyrr 11/17 eða 65%. þristarnir urðu fjórir. 

Til hamingju með þetta drengir. þessi sigur er vonandi vísir um það sem koma skal hjá ykkur. 

Áfram Keflavík