Fréttir

Körfubolti | 7. febrúar 2003

Mæting á Kaffi Duus kl. 11 á morgun - andlitsmálun og alles!

Sætaferðir á Bikarúrslit kvenna verða kl. 11.30 frá Kaffi Duus (SBK) á morgun. Kl. 11 ætlar Stuðningsmannasveitin að mæta á Kaffi Duus og gera sig klára í slaginn. Eins munu stúlkur úr 7. flokki mæta með allar græjur klárar fyrir andlitsmálningu. Einnig verður málað í anddyri Laugardalshallarinnar. Seinni sætaferðir verða kl. 15, einnig frá Kaffi Duus.

Mikilvægt er að muna eftir forsölunni í Skóðbúðinni. Þeir sem framvísa aðgöngumiða fá ókeypis aðgang að sætaferðum.