Fréttir

Körfubolti | 9. mars 2006

Mætum tímalega á leikinn

Við hjá heimasíðunni viljum hvetja stuðningsmenn og konur að mæta tímalega á leikinn í kvöld. Ástæðan er sú að það verður fullt hús og því betra að koma snemma og tryggja sér sæti. Þeir sem sitja niðri í stuðningsmannklúbbnum eru beðnir að sitja í því sæti sem þeim er ætlað og ekki er ætlast til þess að börn séu á hlaupum fyrir framan bekkina.

Nýtt hljóðkerfi er komið í Sláturhúsið en sá hluti hefur verið í ólestri síðustu ár. Því er ástæða til að ætla að kynningin á liðunum verði með glæsilegra móti með ljósashowi að hætti Trommusveitarinnar.

 

http://www.blogg.central.is/trommusveitin?page=news