Mætum tímalega á leikinn og myndum brjálaða stemmingu
Við höfum fundið fyrir því hér í Keflavík að körfuboltinn er í stöðugri sókn sem kom best í ljós á síðasta leik þegar uppsellt var í Toyotahöllina. Fjölmiðlar hafa einnig sýnt meira áhuga í vetur en oft áður enda allir á sama máli um að úrslitakeppnin hefur sjaldan eða aldrei verið eins skemmtileg. Einvígi Keflavíkur og ÍR fór í 5. leik þó aðeins fyrsti leikurinn hafi verið spennandi fram á lokamínutur.
Envígið við Snæfell verður svakalegt og má búast við miklu fjölmenni á leikina. Leikir liðanna í vetur hafa allir sigrast með litlum mun og einn farið í framlengingu. Það er því alveg ljóst að hart verður barist og það lið mun vinna sem hefur meiri breidd í bland við sigurlöngun. Keflavík varð síðast meistari árið 2005 sem er allt of langt síðan. Fyllum Toyotahöllina á laugardaginn og myndum frábæra stemmingu nú sem áður.
Stuðningsmannasveitir liðanna ætla að hittast á Paddy´s kl. 14.00 og eru allir velkomnir.
Borgar-skotleikur Iceland Express verður á sínum stað og einnig Express hringlið sem er skemmtilegur leikur. Til þessa hafa þeir Hrannar Hólm og Falur Harðarsson reynt með sér, en hver það verður næst, kemur í ljós á laugardag. Myndir fra síðasta leik
Sex tölfræði kóngar Snæfels.
|
Stoðsending |
Fráköst |
|
Justin Shouse |
7 |
5 |
18. stig |
SIggi Þorvalds. |
2 |
5 |
16.stig |
Slobodan Subasic |
2 |
3 |
14.stig |
Hlynur Bærings. |
4 |
14 |
14.stig |
Magni Hafsteins. |
2 |
2 |
9 .stig |
Anders Katholm |
2 |
3 |
8. stig |
Leikjaniðurröðun í úrslitum er eftirfarandi:
Laugardagur 19. apríl Keflavík - Snæfell kl. 16:00
Mánudagur 21. apríl Snæfell - Keflavík kl. 20:00
Fimmtudagur 24. apríl Keflavík - Snæfell kl. 19:15
Laugardagur 26. apríl Snæfell - Keflavík kl. 16:00 #
Mánudagur 28. apríl Keflavík - Snæfellkl. 20:00 #
# Ef til kemur.
Svona er stemmingin í Keflavík. ( mynd karfan.is )
Hjartað í Snæfelsliðinu Justin Shouse í leik gegn Keflavík í janúar.