Maggi með bestu vítanýtingu Keflavíkur
Heimasíðan hafði samband við tölfræði-snilling Keflavíkur, Sigurð Valgeirsson í tilefni þess að Magnús Þór Gunnarsson skrifaði undir nýjan samning við Keflavík. Siggi Valla eins og hann er oftast kallaður hefur haldið utan um tölfræði Keflavíkurliðsins frá upphafi og unnið þar með ómetanlegt starf enda er tölfræði mikilvægur þáttur körfuboltans.
Hér eru nokkrir punktar um Magga:
1. sæti í vítanýtingu frá upphafi. 84.2 %
6. stigahæsti leikmaður Keflavíkur með 4414 stig.
7. leikjahæsti leikmaðurinn með 405 leiki.
Á næstunni munum við birta heildarlista yfir stiga-og leikjahæstu leikmenn okkar.