Fréttir

Körfubolti | 29. janúar 2006

Maggi tryggir Keflavík ævintýralegan sigur

Keflavík sigraði KR í kvöld 92-95. Mikil dramtík og spenna var undir lok leiksins. Eftir að Keflavík hafði átt mjög slappan þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði aðeins 9 stig, fór liðið heldur betur í gang og átti frábæran endasprett. Magnús Þór Gunnarsson jafnaði leikinn úr tveimur vítaskotum 92-92. KR brunar í sókn, Arnar Freyr stelur boltanum en nær ekki að handsama hann, Dóri kastar sér niður nær boltanum og sendir á Gunna E. sem sendir á Magga sem setur niður þrist af löngu færi og leiktíminn fjarar út. Mögnuð karfa hjá Magga sem var með varnarmann í andlitinu.  Griðalega mikilvægur sigur í höfn og mikilvæg stig í toppbaráttunni. 

AJ var stigahæstur með 31 stig og var með 8 fráköst, Maggi skoraði 23 stig, Gunnar Stef. var með 9 stig ( 3/4 í þriggja) Arnar Freyr og Gunnar E. 7 stig, Sverrir 6 stig, Elli 5 stig, Vlad 4 stig, Jón Gauti 2 stig og Dóri 1 stig. Keflavík var með 88 % vítanýtingu í leiknum, Maggi, AJ, Vlad allir með 100´% nýtingu úr 20 tilraunum.  Jonni spilaði ekki með leiknum vegna meiðsla.  

                 Image

                 Mynd af vf.is þegar Maggi skorar sigurkörfuna.                                                                

  • Lýsing á leiknum hér á netinu.
  • 92-92.13 sek. eftir.
  • 92-88 49 sek eftir. Keflavík með boltann.
  • Staðan 88-83 og 1.55 eftir.
  • Staðan  88-81 og 3 min eftir og við með boltann.
  • KR var en með 11 stiga forustur þegar 5 mín. eru eftir.
  • KR var yfir 77-59 eftir þriðja leikhluta
  • Keflavík var yfir í hálfleik 47-50.
  • Staðan eftir fyrsta leikhluta var 32-24.

Umfjölun um leikinn á vf.is

Viðtal við Magnús Þór Gunnarsson á nfs.

 Önnur úrslit úr 15. umferð.

UMFN-Þór A.           82-74

Grindavík-ÍR         113-98                                                                                                                                                                                                         

Skallagrímur-Haukar  112-94 

Fjölnir-Hamar/Selfo  113-103

Topp 8. í deild.

1.

Njarðvík

15

26

2.

Keflavík

15

22 

3.

Grindavík

15

22

4.

KR

15

20

5.

Skallagrímur

15

18

6.

ÍR

15

16

7.

Snæfell

14

14

8.

Fjölnir

15

14