Magnús Þór Gunnarsson áfram með Keflavík
Magnús Þór Gunnarsson og Birgir Már Bragasson formaður KKDK skrifuðu í gær undir nýjan samning. Nokkrar vangaveltur hafa verið í gangi um hvort Maggi hafi ætlað að söðla um enda vinsæll leikmaður og mörg lið sem gætu nýtt sér krafta hans.
Maggi er 26 ára og hefur leikið nálægt 400 leiki fyrir Keflavík en hann lék sinn fyrsta leik árið 1998. Hann á að baki 41 landsleik og var fyrirliði Keflavíkurliðsins á síðasta tímabili. Hann var með 17. stig að meðaltali í vetur og var með bestu vítanýtingu deildinni 88.5% sem verður að teljast frábært. Maggi er einnig mikil skytta og var með 41.8 % nýtingu í þriggja stiga sem um 10 % betri nýting en tímabilið áður.
Maggi var með 15.2 stig í Evrópukeppninni í vetur en hann hefur spilað 20 leik með okkar í keppninni.
Maggi hefur 4. sinnum orðið Íslandsmeistar og 3. sinnum bikarmeistari
Maggi gerir sig klára fyrir erfiðan útleik gegn Dnipro frá Úkraínu í vetur.