Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 3. janúar 2007

Magnús Þór Gunnarsson körfuboltamaður Keflavíkur 2006

Bakvörðurinn Magnús Þór Gunnarsson var kosinn Körfuboltaleikmaður Keflavíkur árið 2006.  Maggi hefur allan sinn feril leikið fyrir Keflavík og hampað mörgum titlum á sinnum ferli þó hann sé aðeins 25 ára. Hann varð Deildarmeistari með Keflavík árið 2006 og skoraði  16.4 stig að meðaltali og skoraði 56 þriggja stiga körfur.  Maggi er einnig þekktur fyrir að vera með bestu vítaskyttum landsins, en hann var með 83 % nýttingu á síðasta ári í deild og 85 % ef allir leikir á tímabilinu er taldir með.

Maggi er í 9 sæti yfir stigahæstu leikmenn Keflavíkur með 370 leiki ( áður en tímabilið 2006-2007 byrjaði ) og varð næst stighæstur Keflvíkinga á síðasta tímabili með 728 stig í 48 leikjum næstur á eftir A.J Moye.

Til hamingju með titilinn Maggi og vonandi áttu eftir að spila sem allra lengst með Keflavík:)

 

Maggi hress í leik gegn Skallgarím í fyrra.