Magnús Þór Gunnarsson kveður að sinni
Stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson ákvað á dögunum að söðla um og spila með Njarðvík á næsta tímabili. Maggi hefur verið einn besti leikmaður Keflavíkur síðustu ár og frábær þriggja stiga skytta. Maggi kemur úr árgangi Keflavíkur sem þekkir fátt annað en að vinna enda voru þeir með Íslandsbikarinn í áskrift upp í meistaraflokk. Maggi er 6. stigahæsti leikmaður mfl. Keflavíkur með um 450 leiki og unnið fjöldan allan af titlum með liðinu.
Við kveðjum Magga með söknuði og það verður sérkennilegt að sjá hann í grænum búningi á næsta tímabili en um leið gaman að eiga við hann á vellinum. Við þökkum Magga fyrir frábæran tíma með meistaraliði Keflavíkur og eru þess fullvissir að ekki sé langt að líða þar til hann klæðist Keflavíkurtreyju aftur.