Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 9. maí 2008

Margeir Elentínusson nýr formaður kkdk

Aukaaðalfunur körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var haldin í gær í félgasheimili Keflavíkur, K-húsinu.  Ný sjórn var kosin á fundinum og inn kom mikið af nýju og fersku fólki. Formaður var kosin Margeir Elentínusson en Brynjar Hólm var endurkjörinn sem varaformaður deildarinnar. Ásamt Brynjari er Guðsveinn Ólafur áfram í aðalstjórninni og Davíð Óskarsson verður í varastjórn og Hermann Helgasson kemur aftur inn eftir stutt hlé.  Birgir Már Bragasson, Særún Guðjónsdóttir og Erla Hafsteinsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir sitt starf í gegnum árin.

Stjórn kkdk árið 2008

Margeir Elentínusson formaður
Brynjar Hóm
Guðsveinn Ólafur Gestsson
Kristinn Guðmundsson
Sævar Þorkell Jensson

Varamenn

Davíð Óskarsson
Hermann Helgasson
Guðjón Skúlasson
Hallgrímur Guðmundsson
Aron Rúnarsson