Margir Keflvíkingar í landsliðsprógrammi
Keflavíkingar eru vanir að eiga mikinn fjölda landsliðsmanna og er engin undartekning nú. Alls 8. leikmenn frá okkur eru þessu daganna við æfingar með landsliðinu. Þeir Magnús Þór Gunnarsson og Sigurður Þorsteinsson eru landsliðshópnum sem er að undirbúa sig fyrir seinni umferð Evrópukeppninnar og þær Bryndís Guðmundsdóttir, Svava Stefánsdóttir, Ingibjörg Vilbergsdóttir, Kara Sturludóttir, María Ben Erlingsdóttir (UTPA) og Pálína Gunnarsdóttir eru við æfingar með kvennalandsiðinu.
Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn Hollandi 1. september næskomandi. Leikurinn mun fara fram að Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst hann klukkan 16:00. Hollenska liðið er í efsta sæti riðilsins en íslenska liðið var nálægt því að sigra þegar liðin mættust í Hollandi. Þetta verður því væntanlega hörkuleikur.
8. september mun íslenska liðið mæta því norska á útivelli og lokaleikur liðsins verður svo 15. september í Írlandi.
Landsliðshópurinn er þessa dagana á fullu við æfingar. Liðið mun æfa í Kennaraháskólanum í kvöld en færa sig svo á Suðurnesin og æfa í Njarðvík, Vogum og Keflavík áður en komið verður aftur á höfuðborgarsvæðið.
Karlaliðið spilar við Georgíumenn miðvikudaginn 29. ágúst í Laugardalshöll en miðsala er hafin á netinu.
.
Miðasala á þessa leiki er hafin á midi.is
Athygli er vakin á því að það er ódýrara að kaupa á netinu sem og það skapar minni óþægindi þegar á leikstað er komið.