Fréttir

Körfubolti | 8. júlí 2006

Margir leikmenn okkar í landsliðsverkefnum í sumar

Margir leikmenn Keflavíkur hafa verið við æfingar með landsliðum í sumar.

Eins og áður hefur fram komið er mikið framundan hjá karlalandsliðinu í sumar. Fyrst Norðurlandamótið, síðan mót í Hollandi og áður en Evrópukeppnin hefst er líklegt að tekið verði þátt í stuttu móti á Írlandi í ágústlok. Æfingar eru í fullum gamgi en með liðinu æfa þeir:

Magnús Þór Gunnarsson
Jón Norðdal Hafsteinsson
Arnar Freyr Jónsson
Halldór Örn Halldórsson
Sigurður Gunnar Þorsteinsson

Kvennalandsliðið mun sem kunnugt er taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í haust. Guðjón Skúlasson landsliðsþjálfari hefur haldið stelpunum við æfingar í sumar en einnig er verið að vinna í að fá æfingaleiki. Í æfingahópnum eru þær:

Birna I. Valgarðsdóttir
Bryndís Guðmundsdóttir
Ingibjörg E. Vilbergsdóttir
María B. Erlingsdóttir
Rannveig K. Randversdóttir
Svava Ó. Stefánsdóttir
Margrét Kara Sturludóttir


U-18 ára landsliðið fer út á laugardag til að taka þátt í Evrópumóti A-liða. Mótið fer fram í Grikklandi og verður gaman að fylgast með strákunum keppa á meðal þeirra bestu í Evrópu í dag. Benedikt Guðmundsson þjálfar liðið en í liðinu er þrír strákar frá Keflavík, þeir:

Þröstur Leó Jóhansson
Páll Kristinsson
Sigurður Gunnar Þorsteinsson

U-18 ára stelpurnar eru einning á leið í Evrópukeppni. Þær leika æfingaleik við stelpurnar i 16 ára landsliðinu en leikurinn fer fram á þriðjudaginn kemur, hefst klukkan 18.00 og mun allur ágóði af honum renna í ferðasjóð efnilegustu körfuboltakvenna landsins. Þetta er aðeins í í fjórða og fimmta sinn sem Ísland sendir yngri landslið kvenna í Evrópukeppni og hafa íslensku kvennalandsliðin verið að taka stór framfaraskref á undanförnum árum.

Það er ekki nóg með að stelpurnar fórni sumrinu í stífar og strangar æfingar þær þurfa líka að borga hluta af ferðakostnaðinum sjálfar. Það kæmi sér því afar vel að fá góðan stuðning og vonast stelpurnar því eftir góðri mætingu á leikinn. 18 ára liðið er á leiðinni til Ítalíu í seinni hluta þessa mánaðar og 16 ára liðið spilar sína leiki í Finnlandi í fyrri hluta ágústmánuðar. Alls eru 22 stelpur í landsliðunum tveimur og allar treysta þær á að þessum ágóðaleik verði vel tekið hjá körfuknattleiksáhugafólki.
liðunum eru á leiðinni í Evrópukeppni á næstu vikum  Með U-18 ára liðinu eru 6 stelpur úr Keflavík, þær:

Bára Bragadóttir
Bryndís Guðmundsdóttir
Hrönn Þorgrímsdóttir
Ingibjörg Vilbergsdóttir
Margrét Kara Sturludóttir
María Ben Erlingsdóttir

Ingi Þór landsliðsþjálfari U-16 ára hefur valið12 manna leikmannahópinn sem fer til Spánar 8. ágúst og leikur í A-deild evrópukeppninnar en þetta er annað árið í röð sem íslenska 16 ára liðið leikur meðal þeirra bestu.  Í hópnum er einn Keflavíkingur:

Guðmundur Auðunn Gunnarsson

Fjórar efnilega stelpur úr Keflavík æfðu með U-16 ára landsliði kvenna í sumar:

Kristín Rut Jóhannsdóttir
María Skagfjörð Illugadóttir 
Telma Dís Ólfasdóttir
Hildur Björk Pálsdóttir