María Ben með stórleik í sigri á Blikum
Keflavík vann stóran sigur á Breiðablik í 1. deild kvenna í gærkvöldi 58-98 eða alls með 40. stigum. Keflavík var með 23 stiga forustu í leikhléi og hélt áfram að auka muninn allt til leiksloka. María Ben átti frábæran dag og setti niður 32 stig og var með 11 fráköst. María setti niður 14 af 17 stigum sínu í teignum og var með 4/5 í vítum á þeim 28 mínutum sem hún spilaði í leiknum. Barkus kom næsti henni með 18 stig og hin unga og efnilega Kara skoraði 11 stig og var með 10 fráköst.
Keflavík er í 3. sæti Iceland Express-deild kvenna með 18 stig og aðeins einum sigurleik frá Grindavík í 2. sæti. Mikil spenna er á toppnum í deildinni og verður fróðleg að fylgast með næsta leik liðsins en hann er einmitt við Grindavíkurstelpur 1. feb í Keflavík.
María í leik á móti ÍS ( mynd af karfan.is )