Fréttir

Körfubolti | 17. mars 2021

Max Montana látinn fara frá Keflavík

Á fundi stjórnar Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í gærkvöldi var tekin sú ákvörðun að segja upp samningi við leikmann liðsins Max Montana. Ástæða uppsagnar á samningnum var brot leikmannsins á agareglum félagsins. Það er því ljóst að leikmaðurinn mun ekki spila meira fyrir lið Keflavíkur á þessu keppnistímabili.

 

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur