Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 24. nóvember 2008

MB 10 ára Stúlkur - Glæsilegur árangur.

Stúlkurnar í MB 10 ára spiluðu á sínu öðru fjölliðamóti um helgina á Sunnubrautinni.  Það er greinilegt að stúlkurnar árgerð 1998 vilja ekki vera síðri en þeir sem á undan hafa komið hjá Keflavík, en hópurinn er gríðarlega efnilegur og spilar mjög vel saman.  Þjálfari stúlknanna er Jón Guðmundsson.

Úrslit leikja:

Keflavík - Breiðablik:  36 - 6
Keflavík - Njarðvík:  55 - 4
Keflavík - KR:  42-12

TIL HAMINGJU STELPUR!