Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 9. febrúar 2009

Mb.kv. 11. ára eru óstöðvandi

Mb. kv. 11 ára mættu taplausar til leiks í 3ja fjölliðamót vetrarins sem haldið var í DHL-höllinni helgina 7-8 febrúar.

 

Keflavík mætti KR stúlkum í fyrsta leik þar sem mikið kapp var lagt á að spila öfluga vörn, bæði með góðri yfirdekkun og gríðarlega sterkri hjálparvörn. Með þessa öflugu vörn og hreyfanlegri sókn náðu Keflavíkurstúlkur yfirburða forystu sem þær höfðu allt til enda þrátt fyrir að tapa 4. leikhluta 18-2. Allar stelpurnar fengu að spila í þessum leik og stóðu sig frábærlega, og gaman að sjá hversu sterk liðsheildin er. Leikurinn endaði 49-29.

Irena Sól var stigahæst í þessum leik og skoraði 14 stig

 

Annar leikurinn í mótinu var á móti nágrönnum okkar úr Njarðvík. Þrátt fyrir að spila ekki eins vel og á móti KR, komst Keflavík í 18-0, þar sem mikið var skorað úr hraðupphlaupum. Leikurinn endaði 37-18 og var sigur Keflavíkurstúlkna aldrei í hættu. Eins og í fyrsta leiknum þá fengu allar stelpurnar að spila.

Kristrún var stigahæst í þessum leik og skoraði 18 stig

Laufey átti margar frábærar sendingar sem skiluðu körfu (ekki síðra en að skora)

 

Keflavíkurstúlkur mættu til leiks á sunnudeginum með það markmið að bæta sig frá deginum áður og gekk það svo sannarlega upp hjá þeim. Þær mættu liði Snæfells í fyrsta leik og þar var leikinn hörku vörn (bæði yfirdekkun og svo hrikalega sterk hjálparvörn sem Snæfellsstúlkur réðu ekki við og staðan eftir fyrsta leikhluta 16-0. Sóknin gekk vel þar sem boltinn gekk manna á milli og oftar en ekki enduðu sóknirnar með góðri „backdoor“  hreyfingu og „leyup“ í kjölfarið. Staðan í hálfleik var 25-3.

Síðari hálfleikur var svipaður og sá fyrri þar sem sterk vörn var spiluð og margar glæsilegar og vel útfærðar sóknir litu dagsins ljós. Leikurinn endaði 54-11 og eins og í öðrum leikjum var sigurinn aldrei í hættu. Allar stelpurnar fengu að spila í þessum leik eins og fyrstu 2 leikjunum.

Stigahæst í þessum leik var Kristrún með 15 stig

Laufey var í stoðsendingastuði og mataði félaga sína margoft með glæsilegum sendingum og með þetta vopn verður gott Keflavíkurliðið bara miklu betra.

 

Síðasti leikur mótsins var á móti Grindavík. Eftir frábæran leik gegn Snæfell voru leikmenn Keflavíkurliðsins ekki alveg tilbúnar þegar þær hófu leikinn gegn Grindavík þar sem staðan eftir 1. leikhluta var 10-6. Það sem eftir lifði leiks fóru stúlkurnar á kostum bæði í vörn og sókn og unnu yfirburðar sigur 60-18 og unnu þar sem síðustu 3 leikhlutana 50-12. Allar stelpurnar fengu að spreyta sig í þessum leik og stóðu sig frábærlega.

Kristrún var stigahæst í þessum leik með 15 stig og Laufey var með 12 ásamt því að vera með mikinn fjölda stoðsendinga.