Fréttir

Karfa: Karlar | 20. janúar 2009

Með forustu frá upphafi gegn ÍR

Keflavík sigraði ÍR nokkuð sannfærandi í gær en leikið var í Seljaskóla. Keflavík var með forustu allan leikinn í Íslendingaslagnum en þeim liðum fer nú fækkandi sem spila eingöngu á Íslendingum. Lokatölur voru 81-96 en staðan í hálfleik var 39-43.

Keflavík byrjaði leikinn vel og komust í 13-24 og héltu þeirri forustu út fyrsta leikhlutann.  Siggi hélt uppteknum hætti frá KR leiknum og byrjaði vel ásamt Herði og Jonna. Heimamenn náðu að saxa á forskotið í öðrum leikhluta þökk sé Ómari Sævarsyni. Vörnin kannski ekki alveg í sínu besta formi.

Þröstur mætti sterkur til leiks eftir hlé en einnig tókst að stoppa í götin í teignum. Mest var forustan 13. stig en heimamenn náðu með góðri baráttu að hanga í okkar mönnum. Staðan fyrir lokaleikhlutan, 61-67.  Þröstur hélt uppteknum hætti og opnaði 4. leikhluta með góðum þristi. Gunnar E. kom svo Keflavík í þægilega forustu þegar 4. voru eftir af leiknum, 71-83. Sigurinn í raun aldrei í hættu og okkar menn að spila vel.

Aðeins 5. leikmenn sáu um stigaskorið í þessum leik sem þykir óvenjulegt hjá Keflavík.  Þröstur og Hörður voru stigahæstu leikmenn okkar með 21. stig. Þröstur var einnig með 8 fráköst og 6. stoðsendingar. Jonni var með 20.stig og 12. fráköst. Jonni hefur verið að spila vel í vetur og virðist njóta sín í kanaleysinu.  Siggi var með 19.stig og alls 17. fráköst!! Unglingurinn Gunnar Einarsson var svo með 15.stig og 6. stoðsendingar.

Tölfræði leiksins.

Næsti leikir

Breiðablik - Keflavík, Smárinn fimmtudag 29. janúar kl. 19.15

Keflavík - Snæfell, Toyotahöllin föstudag 6. febrúar kl. 19.15

Siggi tók 17. fráköst í gær