Meistarakeppni KKÍ fer fram í Keflavík á sunnudag
Meistarakeppni KKÍ fer fram á sunnudaginn í Toyotahöllinni og hefst kvennaleikurinn kl. 16.15 en karlaleikurinn kl. 19.15. Bæði lið okkar eru Íslandsmeistarar og mæta stelpurnar Grindavík en strákarnir Snæfell.
Leikirnir eru ágóðaleikir og að þessu sinni er það BUGL, barna og unglingageðdeild landspítalans sem nýtur góðs af. Allur ágóði leikjanna rennur til samtakanna og vonum að sem flestir sjá sér fært um að mæta og borga sig inná leikina.