Fréttir

Michael Craion segir Keflavík eiga góðan möguleika gegn KR
Körfubolti | 24. febrúar 2014

Michael Craion segir Keflavík eiga góðan möguleika gegn KR

Toppslagur KR og Keflavíkur í Domino´s deild karla fer fram í DHL-höllinni í Vesturbænum í kvöld kl. 19.15. Liðin eru jöfn að stigum í 1. - 2. sæti og má því búast við mikilli skemmtun. KR sigraði í leik þessarra liða í fyrri umferðinni og því eiga Keflvíkingar harma að hefna.

Heimasíða Keflavíkur heyrði í Michael Craion fyrir leikinn og kannaði stöðuna.

Hvernig eru Keflvíkingar undirbúnir fyrir þennan leik?
Við erum undirbúnir undir að spila okkar besta leik og hafa æfingarnar fram að leik borið þess merki.

Hvað þurfum við að gera til að fara með sigur af hólmi?
Við þurfum bara að spila eins og við vitum að hentar okkur best og vilja þetta meira en hitt liðið frá upphafi til enda.

Hvernig metur þú styrkleika og veikleika KR?
Styrkleiki þeirra er hversu stórir þeir eru sem getur líka  verið þeirra veikleiki því þeir þurfa ða verjast okkur líka og ég held að við getum keyrt meira upp hraðann gegn þeim.

Telur þú okkur geta unnið þennan leik og tekið 1. sætið?
Get auðvitað ekki fullyrt um það en við eigum klárlega góðan möguleika.

Hverja telur þú möguleika Keflavíkur á að fara alla leið í vetur og taka Íslandsmeistaratitilinn?
Við eigum góðan möguleika á að vinna hann ef við höldum áfram að vera einbeittir og tökum einn leik fyrir í einu.