Miðapantanir hafnar á þorrablót þorrablótanna
Miðapantanir eru hafnar á Þorrablót Keflavíkur 2014. Þorrablót Keflavíkur hefur vaxið jafnt og þétt sl. þrjú ár og er svo komið að hér er um einn stærsta menningarviðburð Keflavíkur að ræða. Þorrablótið 2013 þóttist takast með eindæmum vel og má búast við enn meiri skemmtun á því næsta.
Kynnið ykkur skemmtiatriðin hér að neðan en þar er einnig að finna upplýsingar um miðapantanir. Sími meðlima þorrablótsnefndar hefur verið rauðglóandi undanfarnar vikur þegar spurðist út að dagskráin væri að taka á sig mynd og eru borðapantanir þegar hafnar...
Ekki missa af síðustu veislustjórn Jón Björns á ferlinum - "The Grand Finale" eins og hann kallar hana. Ekki ætlar þú að missa af fyrsta brekkusöng sögunnar sem fram fer í íþróttahúsi? Ætlaru nokkuð að missa af því þegar Bjartmar tekur "týnda kynslóðin" og varla ætlaru að vera sá eini eða sú eina sem ekki tekur þátt í umræðunni um "Annálinn 2013" vikurna og mánuðina eftir þorrablótið?
Ekki bíða mínútunni lengur - tryggið ykkur sæti og miða á þennan einstaka viðburð!