Fréttir

Körfubolti | 21. mars 2024

Miðasala til Keflvíkinga

Kæru Keflvíkingar – Svona verður miðasalan á leikinn
Eftirvæntingin er mikil, það finnum við og við elskum það. Tvöföld ástæða til að hlakka til enda bæði okkar lið komin í bikarúrslit en það hefur ekki gerst síðan 2004 þegar okkar lið sigruðu báða leikina.
En við í körfuknattleiksdeild Keflavíkur höfum ákveðið að fara aðra leið varðandi miðasöluna okkar og við vonum að þið sýnið því skilning. Þetta er gert til að tryggja að þeir 800 miðar sem við fáum fari eingöngu í hendur Keflvíkinga. Það verður því ekki linkur inn á Stubb heldur þarf að gera eftirfarandi:
1. Senda á gulla@keflavik.is
2. Tilgreina fjölda miða og símanúmer þess sem fær miðana senda inn á Stubb appið. Muna að tilgreina hvort þetta sé á bæði karla- og kvennaleik eða bara annan hvorn þeirra.
Til að einfalda allt utanumhald þá höfum ákveðið að það verði bara eitt miðaverð eða kr. 2.000 fyrir alla aldurshópa.
Miðarnir verða svo komnir inn á Stubb appið ykkar í síðasta lagi seinnipart á morgun föstudag.
ÁFRAM KEFLAVÍK!!!!!