Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 3. nóvember 2008

Mikið fjör á Fjölnismótinu

Eins og æfinlega var mikið fjör á hinu árlega Fjölnismóti sem haldið var um síðustu helgi.  Keflavík fjölmennti að vanda en 19 lið mættu til leiks eða um 120 krakkar. Börnin höfðu nóg fyrir stafni. Hvert lið spilaði 5 leiki, farið var í sund og í bíó og gengið var með blys á kvöldvöku þar sem allir skemmtu sér vel.

Eftir mótið töluðu Fjölnismenn um að umgengni Keflvísku liðana hefði verið til mikillra fyrirmyndar og báðu fyrir kveðjur til allra. 

Við þökkum Fjölni fyrir okkur.