Mikið körfuboltafjör um helgina
Fjölmargir leikir eru á dagskrá í körfunni um helgina og hefjast fjölliðamót yngri flokka á Íslandsmótinu þegar 1. umferðin verður leikin. Eitt mótanna fer fram á heimavelli í Toyotahöllinni en auk þess mun Unglingaflokkur karla leika þar á laugardag auk þess sem árgangamótið fer fram seinni part sama dags. Helginni lýkur síðan með stórleik í Iceland Express deild karla þegar Tindastóll sækir Keflavík heim á sunnudagskvöldið kl. 19.15
Unglingaflokkur karla leikur gegn UMFN á laugardaginn í Toyotahöllinni kl. 14.00.
Árgangamót í körfubolta (1960-1990) hefst í Toyotahöllinni kl. 16.00 laugardag
Dagskrá fjölliðamóta helgarinnar, 1. umferð:
8. flokkur drengja leikur á heimavelli í Toyotahöllinni í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar
8. flokkur stúlkna leikur í Smáranum í A-riðli. Einungis er leikið á laugardeginum. Leikjadagskrá helgarinnar
Stúlknaflokkur leikur í Grindavík í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar
11. flokkur drengja leikur í Vodafone höllinni í B-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar
8. flokkur drengja B-lið leikur í Borgarnesi í F-riðli. Einungis er leikið á laugardeginum. Leikjadagskrá helgarinnar
8. flokkur stúlkna B-lið leikur á Akureyri í C-riðli. Einungis er leikið á laugardeginum. Leikjadagskrá helgarinnar