Mikið um ferðalög hjá strákunum á næstunni
Næstu þrír leikir okkar verða án AJ Moye sem dæmur var í þriggja leikja bann eins og mikið hefur verið rædd um síðustu daga. Í þessum leikjum verða leikmenn okkar virkilega að sýna hvað í þeim býr. Þetta eru allt leikir sem einfaldlega verða að vinnast. Fyrsti leikurinn og sá mikilvægsti er núna á sunnudaginn þegar við förum til Sauðarkróks og mætum Kidda Friðriks og félögum í Tindastól í Bikarkeppni kki og Lýsingar. Næst er það svo Egilstaðir á þriðjudag og svo kemur Hamar/Selfoss í heimsókn í fimmtudaginn. AJ verður svo aftur orðinn löglegur fimmtudaginn 19 jan. þegar við mætum Skallagrím í Borgarnesi. Það verður jafnframt fyrsti leikur Vlad Boer sem væntanlegur er til landsins fljótlega. Boer sem 29 ára Áralskur Rúmeni og er 201 sm. er nýjasta viðbót í leikmannahóp Keflavíkur
Víkurfréttir voru á leiknum í gær á móti ÍR og tóku viðtal við AJ Moye nokkuð sem okkur fannst ástæða til. Kunnum við þeim Þorgils og Hilmari Braga hjá Víkurfréttum bestu þakkir fyrir framtakið. Hér_má_skoða_viðtalið. ( Tekur smá tíma að hlaðast inn)
Keflavík er sem stendur í þriðja til fjórða sæti deildarinnar ásamt Grindavík með 16 stig en við eigum svo tvo leiki til góða.