Fréttir

Mikil fjölgun í Hraðlestinni - Mikilvæg orðsending frá stjórn KKDK
Karfa: Hitt og Þetta | 30. september 2013

Mikil fjölgun í Hraðlestinni - Mikilvæg orðsending frá stjórn KKDK

Mikil fjölgun hefur átt sér stað í stuðningsmannaklúbb Keflavíkur, Hraðlestina, undanfarna daga og vikur. Er svo komið að lausum sætum fækkar með degi hverjum og fer því hver að verða síðastur að tryggja sér númerað sæti í TM-Höllinni fyrir komandi átök í Domino´s deild karla og kvenna. . Hægt er að kynna sér hraðlestina nánar með því að smella HÉR.

ATH: Stjórn körfuknattleiksdeild Keflavíkur (KKDK) vill koma því áleiðis til allra stuðningsmanna, leikmanna, fyrrum leikmanna og styrktaraðila að frá og með fyrsta leik í Domino´s deild karla munu aðeins þeir sem hafa "hraðlestarkort" hafa aðgang í sæti í neðri stúku TM-Hallarinnar á leikjum karlaliðsins. Þá er þeim sem hafa "hraðlestarkort" einnig bent á að hvert kort gildir aðeins fyrir einn og er fólki með börn því bent á að láta börnin sín sitja í efri stúku. Á þetta við hvort sem fullt er í þá stúku eður ei enda ljóst að þeir sem "eiga" númeruð sæti þetta tímabil og hafa greitt sérstaklega fyrir það vilja ganga að þeim sætum vísum, hvort sem þeir mæta fimm mínútum fyrir leik eða í hálfleik.

Er það von stjórnar KKDK að allir sýni þessu skilning og taki þessu fagnandi. Jafnt skal yfir alla ganga svo sátt geti ríkt um sívaxandi stuðningsmannaklúbb! Enn eru einhver sæti í Hraðlestina laus og því um að gera að næla sér í sæti sé áhugi fyrir því að sitja í neðri stúku. Sjá nánar hér