Fréttir

Karfa: Karlar | 19. apríl 2008

Mikil spenna fyrir leikinn í dag. Mætum í bláu

Mikil spenna er fyrir leik dagsins, fyrsta leik Keflavíkur og Snæfels í úrslitaeinvíginu árið 2008.  Strákarnir eru í fanta formi eftir skemmtilegt einvígi við ÍR og ekkert annað en sigur kemur til greina. Ástralinn Susnjara hefur átt við meiðsli að stríða en verður vonandi með í dag. Að öðru leiti eru allir klárir og það eru svo sannalega stuðningsmenn sem hafa mætt mjög vel í Toyotahöllina í úrslitakeppninni.

Við viljum endalega hvetja fólk til að mæta í einhverju bláu á leikina og gott er að mæta tímalega til að fá gott sæti.

Nýjasti þáttur Kef City TV er kominn í loftið