Fréttir

Körfubolti | 21. janúar 2007

Mikilvægur sigur á baráttu glöðum Fjölnismönnum

Keflavík sigraði Fjölni 102-90 í 13 umferðinni í kvöld. Keflavíkingar voru með forustu allan leikinn en gekk þó erfiðlega að hrista gestina af sér.  Fjönismenn börðust vel og gáfust ekki upp þó þeir væru undir 18 stigum eftir fyrsta leikhluta.

Keflavík byrjaði leikinn vel og sérstaklega voru Jonni, Maggi og Ismail sprækir í byrjun leiks.  Ismail fékk þó sína þriðju villu  í leikhlutanum og sumar af ódýrari gerðinni.  Jonni notaði spreyngikraftinn vel sem hann býr yfir og var með 8 stig eftir leikhlutann.  Maggi setti niður 3 þrista og var óstöðvandi með 14 stig að honum loknum.

Kannski heldu strákarnir að björninn væri unnin, því þeir slökuðu heldur mikið á öðrum leikhluta.  Fjölnismenn komu sterkir til baka og fundu opnu skotin sem þeir nýttu vel. Gestirnir sigruðu leikhlutann með 13 stigum og minnkuðu því muninn niður í 5 stig.

Þriðji leikhluti var barningur og ekki tókst strákunum að hrista gestina af sér. Ismail og Jonni náðu sér í sína 4. villu en Gunnar Einarsson vaknaði heldur betur til lífsins og átti góða spretti. Einnig fór Sebastian að hafa sig frammi en hann skoraði aðeins 1. stig í þeim fyrri.  Í raun var vörnin betri þó strákarnir náðu aðeins að bæta við einu stigi og staðan af honum loknum 83-77.

Það var svo loks í 4. leikhluta sem hlutirnir fóru að gerast og vörnin að virka 100%. Gunni barðist vel og skoraði tvo þrista og gerði endalega út um leikinn. Sebastian kláraði færin sín en oft í leiknum virtist sem honum vantaði smá kraft til klára þau. Ungu strákarnir kláruðu svo leikinn og sigur í höfn.

Sannalega mikilvægur sigur eftir 4. leikja taphrinu í deildinni. Alls ekki gallalaus leikur og en voru slæmu kaflarnir of margir, sérstaklega í 2. leikhluta sem mjög slakur.  Dómarar leiksins þeir Eggert Þór Aðalsteinsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson áttu líka sín mistök. Jóhann er efnilegur dómari og þau mistök sem hann gerðu í leiknum kannski eðlileg.  Eggert á aftur á móti að geta gert betur og alls ekki hans dagur. 53 villur dæmdar á liðin í leiknum og flæðið í leiknum of lítið.

Leikurinn var mun betri en sá síðasti og allt á réttri leið.  Ismail átti ágætan leik og var stigahæstur með 26 stig. Maggi var þó besti maður vallarins, var með 5 þrista og skoraði 23 stig. Gunnar Einarsson átti mjög góðan seinni hálfleik og barist manna mest. Gunni skoraði 16 stig ( 3 þristar ) Jonni var mjög góður í byrjun leiks en var í villu vandræðum eftir það, 12 stig. Sebastian var slakur í þeim fyrri en náði sér ágætlega á strik í seinni hálfleik, 12 stig og 12 fráköst. Arnar Freyr var nokkuð sprækur í leiknum og fékk aukið hlutverk enda Sverrir Þór ekki með. Arnar mæti þó skora meira en tók alls 10 fráköst sem þykir ekki slæmt ( 7 stig og 9 fráköst ). Siggi Þ. spilaði ekki mikið í leiknum en leysti þær mínutur sem hann fékk mjög vel og skoraði 6 stig. Halldór leysti sitt hlutverk einnig vel en náði ekki að skora.  Sverrir Þór spilaði ekki með kvöld vegna veikinda og munaði svo sannalega um þann frábæra varnamann.

Menn leiksins án efa Trommusveitinn sem stóð sig vel í kvöld, og ekki laust við að áhorfendur sem og leikmenn hefðu saknað þeirra.  Velkomnir aftur strákar:)

Næsti leikur er í undanúrslitum Lýsingarbikar á sunnudaginn næstkomandi í Hveragerði.  Þar verða allir að taka sitt hluverk alvarlega, leikmenn sem og stuðningsmenn Keflavíkur.

Tölfræði leiksins.