Fréttir

Körfubolti | 2. mars 2006

Mikilvægur sigur í Sláturhúsinu í kvöld

Mikilvægur sigur í kvöld í Sláturhúsinu þegar Keflavík sigraði Fjölni 97-91. Keflavík var komið með þægilega 10 stiga forustu þegar um 5 mín. voru eftir af leiknum en voru full mikið að flýta sér undir lok leiks. AJ átti góðan leik eins og oft áður og Arnar Freyr átti mjög góðan dag. Gunnar E. var sjóðheitur og Jonni, Gunni Stef. og Halldór áttu ágætan dag.

Stigahæstu menn leiksins voru AJ 30 stig (13 fráköst), Arnar Freyr 22, Gunnar E. 17 ( 5 þristar ), Gunni Stef. 11, Jonni 8 stig og Halldór 7 stig.

Keflavík var yfir eftir fyrsta leikhluta 29-26. Byrjunarlið Keflavíkur var skipað þeim AJ, Gunna Stef. Sverri Þór, Arnari og Halldóri. Mikill hraði og góður sóknarleikur var einkendi leikinn í byrjun. Staðan  þegar 8 min eru eftir að öðrum er 36 - 31.  Stighæstir eru AJ 12 stig og Arnar Freyr 9 stig

Staðan í hálfleik var 48 - 50. Keflavík tapaði talsvert af boltum í sókn og vörnin ekki góð. Furðurlegu dómur leit dagsins ljós þegar Vlad fékk villu fyrir ´´hreint blokk´´ rétt fyrir leikhlé og tæknivillu fyrir mótmæli. Fjölnir náði með þessu 8 stiga forustu en Keflavík náði góðum kafla og lagaði stöðuna fyrir hlé. Stigahæstir í hálfleik voru Aj með 20 stig og  Arnar með 9 stig. AJ skoraði flautu körfu rétt fyrir hlé

Grindavík sigraði Njarðvík í framlengdum leik og Keflavík komst þar með að hlið Njarðvíkur á toppi deildarinnar en bæði lið hafa 32 stig.

Tölfræði leiksins