Fréttir

Milka og Deane áfram í Keflavíkurbúning
Körfubolti | 27. apríl 2020

Milka og Deane áfram í Keflavíkurbúning

                        

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið áfram við þá kappa, Dominykas Milka og Deane Williams um að taka slaginn með Keflavík næsta tímabil.  Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir alla sem að starfinu koma.  Þessir kappar vöktu verðskuldaða athygli í körfuboltanum síðasta vetur og buðu uppá skemmtileg tilþrif sem glöddu áhorfendur.   Þeir vilja ólmir klára verkefnið með Keflavík og vilja vera hér áfram. 

 

Milka hefur verið hér á landinu enn í ljósi aðstæðna og æft sjálfur en Deane mun koma þegar nær dregur.

 

Körfuknattleikdeildin og þjálfarar eru spennt fyrir næsta tímabili og öll lið munu mæta öflug til leiks.

 

Við erum öll KEFLAVÍK !!

 

https://www.facebook.com/keflavikkarfa/