Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 5. mars 2007

Minnibolti 10 ára stúlkna

Skvísurnar í 4. og 5. bekk kepptu um helgina á Íslandsmóti í Smáranum.   Bæði
A og B lið stóðu sig alveg S T Ó R K O S T L E G A  V E L.

A liðið sigraði alla sína leiki og hefur verið algerlega ósigrandi í vetur.
Greinilegt er að þær hafa verið duglegar að mæta á æfingar í vetur og tekið vel eftir því sem Einar hefur kennt þeim.  Eins og sést á lokatölum
leikjanna þá spila þær þrusu flottan körfubolta bæði í sókn og vörn.  Allir 10 leikmenn liðsins skiluðu sínu með prýði.


Niðurstöður leikja:

Keflavík A – Breiðablik                  48 – 6

Keflavík A – Keflavík B                  42 – 10

Keflavík A – Njarðvík                     48 – 14

Keflavík A – KR                            48 – 9


Til hamingju með árangurinn – ÁFRAM KEFLVÍK,

Björgvin og Helga

_______________________________________________________________________


Stelpurnar í Keflavík B stóðu sig rosalega vel í Smáranum um helgina.  Þær
byrjuðu á því að valta yfir KR 40 – 12. Næst börðust þær við Keflavík A og
voru aðeins óheppnar og töpuðu 10 – 42 (ætla að vinna þær næst).  Á
sunnudeginum byrjuðu þær mjög vel á móti Breiðablik og voru yfir í byrjun en
Blikastelpurnar náðu að komast yfir og sigruðu jafnan og spennandi leik 25 –
19.  Síðasti leikurinn var mjög jafn og spennandi og endaði með jafntefli 19
– 19, Birta Dröfn jafnaði með vítaskoti á síðustu sekúndu. Þann leika áttu
þær að vinna, en stundum vill boltinn ekki fara í körfuna.  Þetta var fín
upphitun fyrir Samkaupsmótið og þær hlakka til næstu helgar.

Ekki amalegt að vera með tvö lið á meðal bestu fimm á landinu.


Áfram Keflavík !

Svanhildur og Hörður