Minnibolti 6. bekkur - Íslandsmót
Íslandsmeistararnir frá því í fyrra, nú 6. bekkur stúlkna, kepptu fyrir nokkru á Íslandsmóti og var að þessu sinni leikið í Rimaskóla. Þar sem yfir 20 stúlkur eru að æfa fóru bæði A og B lið í keppnina. Það er óhætt að segja að stúlkurnar hafa engu gleymt frá þvi síðasta vetur því þær komu ákveðnar til leiks. Sá leikur sem var mest spennandi var þegar A og B lið léku saman en A liðið vann þann leik. Eins og sést á stigatölum þá unnu bæði A og B lið önnur lið með miklum mun.
A-lið
Keflavík A - Breiðablik | 50 - 14 |
Keflavík A - UMFN | 64 - 6 |
Keflavík A - Fjölnir | 50 - 6 |
Keflavík A - Keflavík B | 38 - 20 |
B-lið
Keflavík B - Breiðablik | 46 - 15 |
Keflavík B - UMFN | 60 - 7 |
Keflavík B - Fjölnir | 32 - 14 |
Keflavík B - Keflavík A | 20 - 38 |
Frábær árangur stúlkur,,,, áfram Keflavík