Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 26. febrúar 2007

Minnibolti stúlkna 11 ára

Helgina 24. og 25. feb. fór minni bolti stúlkna 11 ára til Grindavíkur til
að spila í þriðju “törneringu” vetrarins.  Fram til þessa voru þær búnar að
vinna alla leiki nema leikina gegn Grindavík.

Þær sem spiluðu þessa helgi voru: Máney, Elínora, Thelma Hrund, Þórdís,
Katrín, Ingunn, Bríet, Rán, Sara, Sveinbjörg, Eydís og Sandra.  Þjálfarinn
þeirra er Kesha Watson sem stjórnaði þeim af stakri snilld þessa helgi.

Fyrsti leikur var einmitt á móti Grindavík og tapaðist hann 31-50.  En
jafnræði var með liðunum fram í fjórða leikhluta þegar Grindavík gerði út um
leikinn með 16 stigum í röð.
Stigaskor hjá Keflavík  Thelma Hrund 10, Ingunn 7, Sveinbjörg 6, Katrín 2 og
Elínora 2. 
Enn eitt tapið fyrir Grindavík.

 Næsti leikur var gegn KR-stúlkum.  Þessi leikur fór vel hjá okkar dömum eða
56-24 og var gaman að horfa leikgleðina hjá okkar liði.
Stigaskor: Ingunn 14, Thelma Hrund 12, Bríet 6, Sveinbjörg 4, Elínora 4,
Sara 4, Þórdís 4, Katrín 2, Eydís 2 og Rán 2.

 Á sunnudeginum var byrjað á að spila við UMFN sem vann Grindavík deginum
áður og því vitað að um erfiðan leik að ræða!  En annað kom á daginn þær
spiluðu frábæra vörn og unnu 50-12.  Allar spiluðu þær eins og herforingjar
og liðsheildin frábær.
Stigaskor: Thelma Hrund 14, Katrín 10, Ingunn 8, Sveinbjörg 6, Sara 5, Bríet
4, Máney 2 (flautukarfa) og Rán 1.

Fjórði leikur var gegn spræku liði Breiðabliks. Var leikurinn jafn og
spennandi fram í fjórða leikhluta en þá náðu okkar stúlkur góðum kafla og
unnu 40-28.  Skemmtilegur leikur sem hefði getað endað á hvorn veginn sem
var.
Stigaskor: Ingunn 16, Thelma Hrund 6, Sandra 6, Katrín 4, Elínora 4, Bríet
2, Sveinbjörg 2 og Sara 1.

 Síðasti leikurinn var gegn Fjölni og sigur í þeim leik þýddi fyrsta sætið
þessa helgi ásamt Grindavík.  Stelpurnar stóðu fyrir sínu og unnu 33-21.
Stigaskor: Ingunn 10, Thelma Hrund 9, Sveinbjörg 4, Elínora 4, Sara 4 og
Bríet 2.

 Fyrsta sætið ásamt UMFG þessa helgina og aðeins úrslit eftir.  Stelpurnar
verða því að æfa vel fram að síðustu “törneringu” og gera allt sem hægt er
til að vinna mótið.

 Stelpur þið stóðuð ykkur frábærlega.

 Áfram KEFLAVÍK
Tryggvi Þór Bragason