Mínútu þögn fyrir leik kvöldsins
Mínútu þögn verður fyrir leik Keflavíkur og Tindastóls sem fram fer í kvöld, en Rúnar Júlíusson lést sem kunnugt er í nótt. Rúnar varð kunnur knattspyrnumaður á unglingsárum sínum og lék með Keflavíkurliðinu þar til hann sneri sér að tónlist. Rúnars verður sárt saknað enda dáður og fyrimynd margra Keflvíkinga.
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur vill koma á framfæri samúðarkveðjum til aðstandenda og vina Rúnars.