Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 11. janúar 2007

Mlekarna og Dnipro töpuðu í fyrstu umferð

Mótherja okkar í Eurocup Challange Mlekarna Kunin frá Tékklandi og Dnipro frá Úkraínu töpuðu fyrri leik sínum í 8. liða úrslitum sem fóru fram í kvöld ( 11. janúar )

Liðin voru í tveim efstu sætum riðilsins og byrjaði Dnipro á útivelli, en þær mættu Cherkaski Mavpy sem einnig er frá Úkraínu.  Dnipro tapaði naumt, 89-97 og eiga því vænlega möguleika á að komast áfram í undanúrslit. Viktor Kobzystyy var stigahæstur með 23 stig en hann gerði 17 stig að meðaltali í leikjunum gegn okkur.   

 Tölfræði leiksins.

Mlekarna þarf að vinna upp 20 stiga tap gegn Samara frá Rússlandi en leikurinn fór 64-84 en fyrri leikurinn fór fram á heimavelli Mlekarna. Stighæstur var  miðherjinn Ivan Perincic frá Króatíu með 21 stig ( 20 gegn okkur ). Hann var í raun eini leikmaður Mlekarna sem fann sig í leiknum og td. skoraði Tarvis Williams aðeins 2 stig og Chad Timberlake 9 stig.
Seinni leikirnir fara fram 18 janúar.

Mavky og Samara voru með Njarðvíkingum í riðli.

Tölfræði leiksins

Mynd úr leik Keflavíkur Dnipro í Úkraínu.