Fréttir

Karfa: Unglingaráð | 6. nóvember 2010

Morgunæfingarnar hafa slegið í gegn

Undanfarnar vikur hefur Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur boðið öllum iðkendum í 8. flokki og eldri að sækja æfingar "eldsnemma" á morgnanna, tvisar í viku.  Hefur þessi tilraun fallið í gríðarlega góðan jarðveg og þegar myndasmiður unglingaráðs var á ferðinni s.l. miðvikudagsmorgun voru um 24 krakkar á æfingu þrátt fyrir að eina sex iðkendur vantaði sem sem mæta yfirleitt alltaf.

Það er frábært að sjá hversu margir iðkendur eru tilbúnir að leggja þetta sig og alveg ljóst að við munum halda þessu áfram á meðan svona vel gengur.  Æfingarnar eru sem fyrr segir opnar öllum iðkendum í 8. bekk og eldri og það kostar ekki neitt nema gott hugarfar að láta sjá sig.

Morgunæfingarnar fara fram á;

Mánudögum kl. 06.40-07.30

Miðvikudögum kl. 06.40- 07.30

Þjálfari er Einar Einarsson og honum til aðstoðar er Hörður Axel Vilhjálmsson

Hér að neðan má líta nokkrar myndir sem voru teknar s.l. miðvikudag.

Kv.

Unglingaráð KKDK